Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
13. mars 2019

Til formanna veiðifélaga - fundarboð

 

Reykjavík, 7. mars  2019

 Ágæti formaður veiðifélags.

 

Stjórn Landssambands veiðifélaga boðar hér með til fundar með formönnum veiðifélaga eða fulltrúum þeirra.

 

Fundurinn verður haldinn í Bændahöllinni, önnur hæð, Esja,  mánudaginn 18. mars  kl. 15:30 – 18:00

 

Dagskrá:

Stutt kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um; „Virði lax- og silungsveiða“, sem út kom sl. haust.  

 

„Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.).“

Sem lagt hefur verið fram á Alþingi frásjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

 

Önnur mál

Virk veiðifélög í landinu eru tæplega 150. Viðbúið er að ekki hafi öll þeirra tök á að senda fulltrúa til fundarins.

Því er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku til Árna Snæbjörnssonar í tölvupósti;  arni@angling.is  

 

 

Kveðjur,

fh. stjórnar LV,

 

Jón Helgi Björnsson,

formaður

 

 

PS

Tekið skal fram að hver fulltrúi ber kostnað af ferð til fundarins, en LV greiðir fyrir fundarsal og kaffi á fundinum.  /JHB