Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
8. mars 2019

Námskeið í veiðileiðsögn

Námskeið í veiðileiðsögn hófst miðvikudaginn 6 mars en það er Ferðamálaskóli Íslands býður upp á þetta námskeið fyrir áhugasama aðila sem vilja gerast leiðsögumenn innlendra og erlendra veiðimanna í ám og vötnum landsins.

 

Það er ánægjulegt að segja frá því að alls skráðu sig 25 þátttakendur og sátu 22 námskeiðið hjá Ferðamálaskóla Íslands sl. miðvikudag en 3 nýttu sér netið og tóku þátt með þeim hætti.  

 

Frá vinstri Björn Theodórsson fiskeldisfræðingur, Friðjón Sæmundsson Skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands, Árni Snæbjörnsson Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga

 

Eins og gefur að skilja þá getur verið erfitt að sækja námskeið um langan veg og því kærkomið að geta boðið upp á þann möguleika að taka þatt í gegnum netið. Umræddir þrir þátttakendur létu fjarlægð ekki koma í veg fyrir að taka þátt en voru þeir staðsettir á Súgandafirði, Skagaströnd og á eyjunni Aruba í Karíbahafi.

 

Námskeið hófst á kynningu námsefnis en það var Reynir Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur sem fór vel í gegnum það sem framundan er. Í kjölfarið kom Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga og hélt erindi um starfsemi Lv. Að lokum hélt Björn Theodórsson, fiskeldisfræðingur erindi um sögu stangveiða og nytjar.

 

Þess má geta að fjölmargir höfðu samband áður en námskeið hófst og höfðu áhuga á að taka þátt en gátu ekki tekið þátt þetta árið.