Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
1. febrúar 2019

Til veiðifélaga

Landssamband veiðifélaga sendi bréf, 30 janúar sl. til formanna veiðifélaga en þar er vakin athygli á eftirfarandi atriðum:

 

Umhverfi veiðiáa

Umgengni um veiðiár og umhverfi þeirra er mikilvægur þáttur í að halda landinu hreinu og forðast hverskonar mengun sem slæmri umgengni getur fylgt.

 

Nýtingaráætlun

Í 17. gr. laga um lax- og silungsveiði 61/2006 er að finna ákvæði er varða, veiðitíma, veiðitakmarkanir og fl.

Jafnframt er mikilvægi þess að skila inn viðkomandi gögnum. Fram kemur mikilvægi þess að skila Fiskistofu þessum gögnum en eyðublöð er hægt að sækja hér á vef Fiskistofu.

 

Fiskræktaráætlun

Í 5. gr. laga um fiskirækt, nr. 58/2006 er fjallað um fiskræktaráætlun og tilgreint hvað felst í slíkri áætlun, mikilvægi þess að hún sé gerð og henni skilað til Fiskistofu.

Þau veiðifélög sem hyggja á eða stunda fiskrækt eru hvött til að gera fiskræktaráætlun og senda Fiskistofu á sérstöku eyðublaði. Sjá nánar hér á vef Fiskistofu

 

Landselur í og við árósa.

Í ljósi þess að landselsstofninn er í sögulegu lágmarki er því beint til veiðifélaga að hætta veiðum á landsel í og við árósa. Nánar er fjallað um þetta í bréfi Lv.

 

Bréf til veiðifélagsformanna er að finna hér - Pdf-skjal.