Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. mars 2016

Veiði hefst í fjölda áa

Veiði hefst í fjölda sjóbirtingsáa í apríl. Árnar sem gjarnan fá mestu athyglina á þessum árstíma eru þær sem eru í Vestur-Skaftafellssýslu. Má þar nefna ár eins og Tungufljót, Tungulæk, Grenlæk, Geirlandsá, Eldvatn, Vatnamót og Steinsmýrarvötn.

Mynd ©Birkir Már Harðarson

 

Í apríl hefst líka veiði í fjölmörgum öðrum ám víða um land eins og Minnivællalæk og Varmá, sem rennur í gegnum Hveragerði. Þar í grennd hefst líka í veiði í Soginu og Brúará. Þá er egnt fyrir sjóbirtingi í Grímsá í Borgarfirði í apríl, Húseyjarkvísl í Skagafirði, Litluá í Kelduhverfi og Brunná í Öxarfirði svo einhverjar ár séu nefndar.

 

Þessa frétt er að finna á vef Viðskiptablaðsins.