Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
21. mars 2016

Úrskurður Yfirskattanefndar um skattlagningu veiðitekna

Á síðasta ári kom úrskurður í máli er varðaði skattlagningu veiðitekna. Ágreiningur viðkomandi máls laut að því hvort telja bæri tekjur kæranda af veiðirétti, sem fylgir eignarjörð hans, til tekna af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi  í merkingu laga um tekjuskatt eða hvort um væri að ræða eignatekjur sem skattleggja beri sem fjármagnstekjur utan rekstrar.

 

 

 

Ríkisskattstjóri taldi að virða bæri veiðileigutekjurnar sem atvinnurekstrartekjur samkvæmt B-lið 7. gr. laga nr. 90/2003, enda tengdust þær jörð sem nýtt hefði verið til atvinnurekstrar.

 

Viðkomandi úrskurð Yfirskattanefndar er að finna hér undir liðnum dómsmál en þar er hægt að sækja úrskurð sem Word-skjal eða Pdf-skjal.