Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
16. mars 2016

Dómur setur veiðirétt víða í uppnám

Dómur sem féll í Hæstarétti í gær gerir það að verkum að nokkur óvissa ríkir um veiðirétt víða um land. Samkvæmt dómnum fylgir veiðiréttur ekki spildu, í þessu tilviki sumarsbústaðalandi, sem seld hefur verið frá jörð í búrekstri eftir árið 1923. Engu skipti þó sérstaklega sé samið um veiðiréttinn.
 

Hæstiréttur staðfesti í gær (03.03:2016) dóm Héraðsdóms Suðurlands um að veiðiréttur fylgdi ekki sumarbústaðajörð við Eystri-Rangá. Þar sem slíkt hefði farið gegn þáverandi löggjöf. Jafnvel þó veiðiréttar hafi sérstaklega verið getið í kaupsamningi.

 

Árið 1928 var spildan Langanesmelar keypt úr landi Lambhaga. Eigendur Langanesmela hafa notið veiðiréttar frá þeim tíma en í kaupsamningi segir; „...öll veiði á landspildunni bæði til lands og vatns fylgir með í kaupunum.“

 

Núverandi eigendur Langanesmela, sem keyptu jörðina 1996, fengu arðgreiðslur frá veiðifélagi Eystri-Rangá frá árinu 1999. Þrátt fyrir að vera ekki aðili að veiðifélaginu. Eigandi Lambhaga vefengdi veiðiréttinn og greiðslurnar frá árinu 2010 var arðurinn greiddur inn á safnreiking þar til niðurstaða fengist í málið.

 

Eigandur Langanesmela stefndu eigendum Lambhaga vegna þessa, til að fá staðfestingu á veiðiréttinum en töpuðu málinu líkt og fyrr segir. Dómurinn gæti haft töluverðar afleiðingar víða um land þar sem veiðiréttur fylgi ekki lóðum sem seldar voru út úr búrekstrarjörð eftir 1923. Í honum er einnig vísað í eldri dóma um að hefð stofni heldur ekki til eignar á veiðirétti.

„Okkur virðist sem að það sé niðurstaða þessa dóms að ef lögbýli hefur selt frá sér spildu með veiðirétti eftir 1923, þar sem kaupandinn er ekki einnig lögbýli, sé samningur um veiðirétt ógildur. Þrátt fyrir að spildan liggi með bakka að á eða vatni,“ segir Ólafur Eiríksson, lögmaður eigenda Langanesmela.

„Þetta teljum við vera fordæmi sem ekki hafi verið áður, enda ákvað Hæstiréttur að fimm dómarar kæmu að málinu. Sem gæti verið vegna þess að ekki hafi reynt á þetta áður og dómurinn hafi fordæmisgildi."

 

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Guðjón Ármannsson, lögmann eigenda Lambhaga. Þar segir hann dóminn mikinn sigur fyrir umbjóðendur sína. „Dómurinn staðfestir endanlega þá meginreglu að það er óheimilt að skilja veiðirétt frá bújörð.“

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is

 

Hér er hægt að lesa viðkomandi dóm í heild sinni. Word-skjal - Pdf-skjal.