Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
20. nóvember 2015

Staða sérfræðings í verkefni vegna vatnastjórnunar er laus til umsóknar

Veiðimálastofnun auglýsir eftir sérfræðingi í verkefni er lúta að áhrifum virkjana á vatnalíf og vegna vatnastjórnunar.  Starfið felst í vinnslu og framsetningu gagna um lífríki vatna. Um tímabundið verkefni er að ræða sem stendur í 1 ár. Möguleiki er á framhaldsvinnu.Um fullt starf er að ræða og tilheyrir staðan umhverfissviði stofnunarinnar.

 

Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi á framhaldsstigi á fagsviðum Veiðimálastofnunar eða öðru námi sem nýtist í starfinu. Starfið krefst mikillar vinnu með öðrum sérfræðingum innan og utan stofnunarinnar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af rannsóknum og  þróunarstarfi, verkefnastjórn og vinnu með gagnagrunna. Umsækjendur þurfa  að búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðum vinnubrögðum.  Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Umsókn ásamt ítarlegri ferilskrá berist í síðasta lagi 23. nóvember til Veiðimálastofnunar, Árleyni 22, 112 Reykjavík eða á netfangið sg@veidimal.is. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttafélags.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðjónsson (sími 5806310) forstjóri Veiðimálastofnunar sg@veidimal.is.

 

Öllum umsóknum verður svarað.