Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
18. nóvember 2015

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um Jón Helga Björnsson á Laxamýri sem var kjörinn formaður Landssambands veiðifélaga á aðalfundi sambandsins sl. vor. Hann tók við af Óðni Sigþórssyni, Einarsnesi, sem hafði verið formaður LV frá árinu 2000. Jafnframt er fjallað um laxveiðina 2015 sem var sú fjórða mesta frá upphafi skráninga, árgjald til LV og síðan er meðfylgjandi fundargerð stjórnarfundar frá 2. nóvember sl.

 

Hægt er að sækja fjölbreyttar upplýsingar um starfsemi LV hér á vefnum og þar með talið fréttabréf LV. Hér er að finna fundargerðir, ályktanir, umsagnir og fleira sem opnast undir liðnum Landssamband Vf á vefstiku.