Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
10. nóvember 2015

DNA greining á eldislaxi sem slapp úr kvíum

Fiskeridirektoratet í Noregi, sambærileg stofnun og Fiskistofa á Íslandi, tilkynnti að niðurstöður DNA greiningar á laxi sem veiddur var í Ørsta ánni og sýnum sem tekin voru úr eldislaxi í eldiskvíum fyrirtækja á svæðinu sýni fram á að meirihluti veiddra fiska eigi uppruna sinn úr kvíaeldi fyrirtækisins Marine Harvest sem er með starfsemi við Vålneset á Gurskøy í Noregi.

 

Marine Harvest hafði áður tilkynnt að fiskur hafi sloppið frá viðkomandi kvíaeldi. Af 68 löxum sem hafa verið teknir úr Ørsta ánni eru 48 eldislaxar sem að öllum líkindum eiga uppruna sinn úr kvíaeldinu við Vålneset.

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

 

Það var á fertugustu og fjórðu viku þessa árs þegar safnað var viðmiðandi erfðafræðilegum sýnum af laxastofnum frá þremur svæðum í Romsdal en þar var um að ræða fimm hópa sjógönguseiða laxa af mismunandi uppruna. Enn á eftir að sækja sýni úr tveimur stofnum á svæðinu en það verður gert fljótlega.

 

Þegar öllum erfðafræðilega viðmiðandi DNA sýni hefur verið safnað í Romsdal þá verður hafist handa við að taka viðmiðandi sýni úr eldislaxi úr eldisstöðvum á Nordmøre í Tingvollfjord í tengslum við fiski sem veiddur var í ánni Driva sem rennur í gegnum sýslurnar þrjár Syðri Þrændarlög,Møre og Romsdal.

 

„Við reiknum með að hafa náð að taka öll sýni úr eldisstöðvum á næstu vikum. Sýni úr eldisstöðvum ásamt þeim sýnum sem við höfum safnað og þeim sýnum veiddra laxa sem við höfum fengið sent frá mismunandi ám verða send IMR (Norska Hafrannsóknarstofnunin) til DNA greiningar“ segir  Ole-Einar Jakobsen deildarstjóri Fiskeridirektoratet í Møre og Romsdal.

 

Fiskeridirektoratet hvetur eldismenn til að tilkynna eins fljótt og auðið er ef eldisfiskur hefur sloppið úr eldisrými og jafnframt ef minnsti grunur leikur á að slíkt hafi gerst. Jafnframt er lögð áhersla á að vanmeta ekki þann fjölda eldisfiska sem hefur sloppið heldur reyna að meta raunverulegt umfang sleppinga þegar slíkt á sér stað.

 

„Í sumum tilfellum höfum við fengið tilkynningar frá eldismönnum þar sem tilkynnt er um að mjög lítið magn eldisfisks hafi sloppið þegar raunverulega slapp margfallt meira. Slíkt getur leitt til þess að við setjum af stað viðbragðsáætlun sem er ekki í samræmi við raunverulegt umfang sleppingar og þannig getur skaðinn orðið mun meiri en ella hefði verið ef tilkynnt hefði verið um rétt magn“, segir Henrik Hareide hjá Fiskeridirektoratet.

Að rekja ferðir eldisfisks sem hefur sloppið úr eldi er krefjandi ferli. Ef eldisfisk hefur verið slátrað eða er undir sláturstærð þá getur þetta starf orðið erfitt. Það hefur verið valið að nota DNA greiningu og sú framkvæmd er tiltölulega umfangsmikil og tímafrek. Það getur því tekið einhvern tíma uns niðurstöður erfðagreiningar liggja fyrir.

 

Þessa frétt er að finna á Norska vefmiðlinum Kyst.no.