Veiðitölur

     Almennt um urriða.

 

 Urriði elur ýmist allan sinn aldur í ferskvatni eða gengur til sjávar eftir að hafa dvalið sem seiði í ám eða lækjum í nokkur ár (sjóbirtingur).


Urriðinn verður, eins og laxinn, að hrygna í straumvatni. Staðbundinn urriði getur alið allan sinn aldur í straumvatni eða að seiðin ganga úr straumvatni í stöðuvatn. Kynþroska fiskur snýr svo aftur til hrygningar.

Helstu stöðuvötn hérlendis, þar sem urriði er eina fiskitegundin eru í Veiðivötnum og einstaka vötnum á Arnarvatnsheiði, en auk þess má finna hann í fjölmörgum vötnum víða um land í sambýli við bleikju, s.s. hinn stórvaxna urriða í Þingvallavatni. 

Frægasta dæmið um urriðaár hérlendis er án efa efri hluti Laxár í Aðaldal milli Mývatns og Brúa.  Einnig má nefna Litluá í Kelduhverfi, þótt þar deili hann búsvæðum með fleiri tegundum.