Veiðitölur

Ferskvatnstegundir

 

Á Íslandi eru 5 tegundir ferskvatnsfiska. Þrjár tegundanna tilheyra laxaætt (Salmonidae) og eru það

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lax (Salmo salar L.)

 

 

 

 

 

 

 

 

Bleikja (Salvelinus alpinus L.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Urriði (Salmo trutta L.).

 

 

Hinar tegundirnar eru hornsíli (Gasterosteus aculeatus L.) og áll (Anguilla anguilla).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allar þessar tegundir þurfa eða geta dvalið í sjó sem hluta af sínum lífsferli en það skýrir hvernig tegundirnar hafa borist til landsins sem er eyja í Atlantsshafi.

 

Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) hefur verið fluttur til landsins til eldis, auk þess sem af og til veiðast hér hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) sem væntanlega berast frá Rússlandi eða austurströnd Kanada. Ekki er vitað til að tvær síðast nefndu tegundirnar hafi myndað stofna hér á landi en veiðast stöku sinnum.