Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

29. september 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru  nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiðii í lok síðasta miðvikudags 28. september síðastliðinn. 

Það er liðið vel fram á haust og eins og áður hefur komið fram þá loka árnar ein af annari þessa dagana. Nokkrar loka nú um mánaðarmótin og verða lokatölur settar inn þegar þær berast. Það vantar tölur frá nokkrum ám en það skýrist m.a. af þeirri ástæðu að víða hefur veiðihúsum verið lokað, starfsfólk og leiðsögumenn lokið störfum þetta veiðitímabilið og fyrir vikið er ekki eins auðvelt að nálgast tölur. Án efa munu veiðitölur skila sér á næstu dögum og þá verða þær skráðar inn.

28. september 2016

Vill setja skilyrði fyrir leyfisveitingu

Skipulagsstofnun telur að áformað 14.500 tonna laxeldi Fjarðalax og Arctic Seafarm í Patreksfirði og Tálknafirði muni ekki hafa veruleg neikvæð áhrif á siglingarleiðir eða aðra starfsemi í fjörðunum en telur að framkvæmdir muni hafa áhrif á ásýnd fjarðanna. Stofnunin leggur til skilyrði fyrir leyfisveitingu til að draga úr áhrifum áhættuþátta. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar á matsskýrslu umhverfisáhrifa fyrirtækjanna.

28. september 2016

Orri í frægðarhöll veiðimanna

Orri Vigfússon, sem í tæpa þrjá áratugi hefur barist fyrir verndun Norður-Atlantshafslaxins, var í síðustu viku tekinn inn í frægðarhöll (e. Hall of Fame) Alþjóðasamtaka sportfiskveiðimanna (e. International Game Fish Associaton - IGFA). Var þetta gert við hátíðlega athöfn í Flórída í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Hér tekur Orri við viðurkenningu frá Rob Kramer, forseta IGFA. Á hinni myndinni sem fylgir fréttinni sést Orri með tvíhenduna í Laxá í Aðaldal, þar sem hann hefur veitt í ríflega hálfa öld. Mynd ©www.vb.is

 

21. september 2016

14. september 2016