Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

29. mars 2017

Alþingi. Fyrirspurnir um verndun villtra laxastofna og sjókvíaeldi

Nýverið gafst Bjarna Jónssyni fiskifræðingi kostur á að koma inn á Alþingi. Sendi hann inn þrjár fyrirspurnir um verndun laxastofna og fiskeldi til skriflegs svars á sjávar- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og samgönguráðherra. Jafnframt var hann með Birni Val Gíslasyni í einni slíkri fyrirspurn.

 

Hér fyrir neðan eru viðkomandi fyrirspurnir en þær lúta að fjölmörgu því er varðar fiskeldi í eldiskvíum og má þar nefna hættu á erfðablöndun eldislax og náttúrulax, vaxandi lyfjanotkun í laxeldi og aukin tíðni sjúkdóma í eldislax, mengun, leyfisveitingar, eftirlit, viðbragðsáætlanir, rannsóknir og fl. Það verður fróðlegt að sjá skrifleg svör við því sem um er spurt.

26. mars 2017

Svíar banna fiskeldi í opnum sjókvíum

Svíar munu hætta sjóakvíaeldi vegna umhverfisáhrifa þess. Fyrirtæki eins og Arnarlax stórauka fiskeldi sitt í sjókvíum á Íslandi. Stefnt að tíuföldun í framleiðslu eldislax á næstu árum. Svíar hafa bannað fiskeldi í opnum sjókvíum á þremur stöðum meðfram strandlengjunni Höga Kusten í Austur-Svíþjóð vegna slæmra umhverfisáhrifa slíks eldis. Þetta er niðurstaða dómstóls í Svíþjóð sem sérhæfir sig í umhverfismálum. Dómstóllinn telur ólíklegt að slíkt eldi sé umhverfisvænsta leiðin til að rækta fisk og telur ólíklegt að sjórinn geti brotið niður þau efni sem berast út í hann í slíku fiskeldi. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðunni og þurfa fyrirtækin sem stunda fiskeldi á svæðinu að hætta starfsemi sinni innan þriggja ára.

 

26. mars 2017

Óraunhæfir fiskeldisdraumar

Grein eftir Orra Vigfússon, formann NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna. Birtist í Fréttablaðinu 22 mars sl.

 

Hér á landi keppast ráðuneyti og opinberar stofnanir við að hraða fiskeldisframkvæmdum án þess að vanda undirbúninginn. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á verndargildi og þolmörkum umhverfisins, áhættumat skortir, engin úttekt á lagagrundvelli liggur fyrir og engin heildarstefna hefur verið mótuð og ekki hefur heldur verið gerð fagleg úttekt á samlegðaráhrifum stóraukins fiskeldis.