Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

21. maí 2017

Aur rann niður farveg Andakílsár

Orka náttúrunnar gæti þurft að bera skaðann af því að hafa hleypt úr inntakslóni fyrir Andakílsárvirkjun í Borgarfirði. Þúsundir rúmmetra af aur runnu niður farveg árinnar; það ógnar laxastofninum þar og laxveiði í sumar.

Það var hleypt úr inntakslónið fyrir Andakílsárvirkjun í upphafi vikunnar, og þá kom í ljós að það var mun meira set í lóninu en menn höfðu búist við. Þetta set hefur nú runnið fram farveg árinnar og er mögulega að setja laxastofninn hér í mikla hættu. Það var byrjað var hleypa úr lóninu á mánudag, í fyrsta skipti síðan virkjunin var byggð, fyrir um sjötíu árum síðan. 

Aur úr inntakslóni virkjunar í Andakílsá. Skjáskot ©Ruv.is
 

20. maí 2017

Sofandi þingmenn

Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar. Fiskeldi byggist á notkun og nýtingu sameiginlegra auðlinda okkar, en þrátt fyrir það eru engin áform um að greinin borgi fyrir þessa notkun, greiði auðlindagjald.

18. maí 2017

Leynir MAST upplýsingum um lúsasmit?

Í desember síðastliðnum óskaði Landssamband veiðifélaga (LV) eftir því við Matvælastofnun (MAST) að fá afrit af öllum eftirlitsskýrslum frá sjókvíaeldi sem stofnunin hefði undir höndum. Beiðninni var hafnað á grundvelli þess að hún væri of víðtæk. Auð- vitað var ástæða beiðninnar að LV hefur ekki fullt traust á þeim takmörkuðu upplýsingum sem MAST veitir um umrædda starfsemi. Hins vegar eru hagsmunir LV af því að fá afrit af upplýsingum miklir þar sem fjallað er um áform fyrirtækja um að auka sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi upp í 200.000 tonn í öllum fjörðum þar sem slíkt eldi er heimilt. 

Laxalús - Lepeophtheirus salmonis