Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

24. október 2016

Órekjanlegt hvaðan regnbogi úr eldi kemur

Miðað við stöðu þekkingar er afar erfitt að rekja hvaðan regnbogasilungur, sem sleppur úr sjókvíum hér við land, kemur. Allur regnbogi sem hér er alinn kemur frá sama seiðaeldisfyrirtækinu í Danmörku – og því allur að upplagi skyldur. Ekki hefur farið fram vinna við að greina erfðafræði þeirra né að finna þann mun sem getur verið á milli stöðva eða ára. Ekki eru heldur gerðar kröfur um merkingar. Þrátt fyrir að regnbogasilungur hafi veiðst í tugum veiðivatna í sumar hafa engar upplýsingar borist eftirlitsaðilum sem gætu skýrt hversu víða fiskurinn hefur dreift sér.

Regnbogi veiddur í Lóni í A - Skaftafellssýslu Mynd ©Fiskistofa 

24. október 2016

Framandi tegundir í áhættumat

Landssamband veiðifélaga sendi Umhverfisstofnun bréf 24 október. Fram kemur í bréfinu m.a. Náttúruvernd, leyfisveitingar áhættumat, framandi tegundir og fl. Bréfið er hægt að sækja beint sem word-skjal eða pdf-skjal, sjá nánar upplýsingar hér fyrir neðan.

19. október 2016

Veiðifélög fengu ekki að tala á fiskeldisfundi

Fulltrúum austfirskra veiðifélaga var neitað að taka til máls á fundi sem Austurbrú stóð fyrir á Djúpavogi um laxeldi á Austfjörðum. Formaður Veiðifélags Breiðdæla kallar fundinn áróðursfund en þar gerði fulltrúi fiskeldis lítið úr því að laxveiðiár á svæðinu væru náttúrlegar þegar hann kallaði þær eldisár. Í gær var haldinn á Djúpavogi opinn fundur um fiskeldismál. Þar voru flutt erindi á vegum Landssambands fiskeldisstöðva, Hafrannsóknarstofnunar, Skipulagsstofnunar, Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskeldis Austfjarða og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.