Veiðitölur
Fréttasafn
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

19. febrúar 2019

Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok

Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. Skiptar skoðanir eru um gjaldtöku á greinina, ekki síst í ljósi erlends eignarhalds, en ráðherra leggur áherslu á að fiskeldisfyrirtækjunum verði mörkuð skýr umgjörð og að markaðsaðstæður ráði för.

Um er að ræða tvenn frumvarpsdrög sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segist vona að hægt verði að leggja fram á Alþingi fyrir febrúarlok, eins og þingmenn á borð við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur varaformann atvinnuveganefndar Alþingis hafa kallað eftir. Fjölmargar umsagnir hafi borist um frumvarpsdrögin og því hafi verið í mörg horn að líta að sögn ráðherrans.

18. febrúar 2019

HAFRÓ hafnar því að hafa ofmetið kynþroska

Hafrannsóknarstofnun vísar á bug gagnrýni um að stofnunin ofmeti kynþroska eldislax í áhættumati. Í fyrra veiddust 12 eldislaxar í laxveiðiám og reyndust allir nema einn vera kynþroska. Samkvæmt formúlum áhættumatsins hefðu 20 eldislaxar átt að veiðast í íslenskum ám í fyrra.
 

Fiskeldisfyrirtæki hafa gagnrýnt áhættumatið og meðal annars að ekki sé í því tekið tillit til mótvægisaðgerða sem fyrirbyggja að laxinn verði kynþroska fyrir slátrun.  Ólafur I. Sigurgeirsson, lektor í fiskeldi við Hólaskóla, tók undir þessa gagnrýni í athugasemdum við áhættumatið. Ekki væri rétt að miða við 15% kynþroska því rannsóknir sýndu að kynþroski eldislaxa við sláturstærð væri mun minni eða um 0-3%.

 

14. febrúar 2019

Freista þess að vísa málinu til Hæstaréttar

Veiðiréttarhafar í Haffjarðará á Snæfellsnesi, sem tapað hafa ógildingarmáli gegn Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun, ætla að freista þess að skjóta málinu til Hæstaréttar. Landsréttur vísaði málinu frá á föstudag.
 

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að sömu niðurstöðu um að vísa frá kröfu um að fiskeldisleyfi í Arnarfirði á Vestfjörðum verði ógilt. 

 

14. febrúar 2019

1. febrúar 2019

1. febrúar 2019