Veiðitölur
Fréttasafn
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

10. janúar 2018

Landssamband veiðifélaga leggst gegn risaeldi í Eyjafirði

Fréttatilkynning frá Landssambandi veiðifélaga 

 

Landssamband veiðifélaga hefur gert alvarlegar athugasemdir við áform Akvafuture um 20.000 tonna fiskeldi í Eyjafirði í „lokuðum“ kvíum. Landsambandið telur ótímabært með öllu að ráðast í umrædda framkvæmd.

 

Ljóst er af matsáætlun að eldiskvíar fyrirtækisins hafa verið notaðar í skamman tíma í Noregi og lítil reynsla komin á hversu fiskheldar þær eru. Sá búnaður sem stendur til að nota hefur ekki verið prófaður við íslenskar aðstæður. Tilgreindur búnaður er aðeins gefinn upp fyrir ölduhæð að 2 metrum og telur Landssambandið að slíkan búnað verði að meta mjög ótraustan við íslenskar aðstæður.

5. janúar 2018

Segir eftirliti með fiskeldi ábótavan

Eftirliti með fiskeldisfyrirtækjum er ábótavant að mati Christians Gallo, vistfræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið.

„Það sem veldur mestum áhyggjum er laxalúsin, sjúkdómar í eldislaxi og það að eldislax sleppur úr kvíum. Og eftirlit með fiskeldi virkar ekki vel þegar fyrirtækin ákveða að fylgja ekki ákveðnum alþjóðlegum stöðlum. Þá eru ekki fyrir hendi nein ákveðin viðmið um hvað sé ásættanlegt ástand og hvað ekki. Einnig virðast ekki vera til reglur um hvað skuli gera þegar svæði koma illa út úr svokallaðri umhverfisvöktun. Það er til dæmis ekkert sem skyldar fyrirtæki til að hvíla svæði varðandi áframhaldandi fiskeldi komi það illa út úr athugun.“

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

 

5. janúar 2018

Nokkrar spurningar um 15 þúsund tonna sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði

Vita menn að undan leirunum í botni Fáskrúðsfjarðar er hrygningarsvæði þorsks, -hafa áhrif umfangsmikils fiskeldis verið könnuð hvað það varðar?

 

Á vefsvæði Landsambands fiskeldisstöðva segir: í fyrirsögn pistils frá sept 17. 2017 “Fiskeldið mun skapa þúsundum manna afkomu.” og í framhaldinu segir: “Um fjögur þúsund íbúar munu hafa afkomu af fiskeldi og afleiddum störfum þegar það verður komið upp í þau 71 þúsund tonn sem áhættumat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir.”

Sé gengið út frá 71 þúsund tonna viðmiði og 4 þúsund störfum, þá lætur nærri að 850 manns muni hafa afkomu af 15 þúsund tonna fiskeldi í Fáskrúðsfirði.

 

23. desember 2017