Veiðitölur
Fréttasafn
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

20. febrúar 2018

Landssamband veiðifélaga krefst stjórnsýsluúttektar á Matvælastofnun

Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með sjókvíaeldi á laxi. Í bréfinu er vísað til þess að í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að í óveðri að undanförnu hafi búnaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax orðið fyrir skemmdum og sjókví  hafi laskast í Tálknafirði með þeim afleiðingum að flothæfni var ekki lengur til staðar.  Einnig hafi komið rifa eða gat á nót í kví fyrirtækisins í Arnarfirði. Þá liggi fyrir að nú 8 dögum  síðar hafi eftirlitsmaður ekki enn verið sendur á staðinn til að taka út mannvirki og búnað fyrirtækisins.  Einnig gerir Landssambandið alvarlegar athugasemdir við að opinberir eftirlitsaðilar birti ekki upplýsingar um málið sem virðist hafa átt að fara leynt.

 

20. febrúar 2018

MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði í kjölfar óveðurs í firðinum.

Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnuninni var tilkynnt um óhöppin. „Matvælastofnun var í reglulegum samskiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Matvælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti.
 

19. febrúar 2018

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Laxeldiskví með um 500 tonnum af eldislaxi sökk í Tálknafirði. Hluti laxanna drapst því flytja þurfti fiskinn yfir í aðra kví. Arnarlax segir engan eldislax hafi sloppið úr kvínni. Krísufundur um málið hjá Arnarlaxi.

 

Eldiskví frá fyrirtækinu Arnarlaxi, stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, sökk í Tálknafirði fyrir nokkrum dögum. Á milli 500 og 600 tonn af eldislaxi voru í kvínni og þurfi að dæla laxinum upp úr henni og færa yfir í aðra kví. Talsverð afföll urðu á laxinum sem var í kvínni og var dauði laxinn fluttur í land að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, yfirmanns Arnarlax á Tálknafirði. Málið er til umræðu á fundi hjá Arnarlaxi sem nú stendur yfir. „Við erum að funda um þetta núna til að reyna að átta okkur á því hversu mikill skaðinn varð.“ Þegar færa þarf eldislax á milli kvía drepst hluti laxsins alltaf út af raskinu af flutningnum á fisknum. 

 

16. febrúar 2018