Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

26. maí 2018

Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar

Sex af þeim tólf löxum sem Hafrannsóknarstofnun tók til rannsóknar síðasta haust eru upprunnir úr eldi. Þetta kemur fram í greiningarskýrslu stofnunarinnar. Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum.

Teknar voru ljósmyndir af þeim löxum sem til rannsóknar voru, þeir kyngreindir, mældir og metnir. Erfðagreining staðfesti eldisuppruna þessara sex fiska og náttúrulegan uppruna þeirra sem ekki báru sjáanleg eldiseinkenni.

19. maí 2018

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund LV sem verður haldinn að Hótel Miklagarði (Arctic Hotels), Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki, dagana 8. - 9. júní nk. Þar eru m.a. upplýsingar um skráningu og dagskrá.

 

Í fréttabréfinu er jafnframt að finna bráðabirgðatölur lax- og silungsveiði árið 2017 sem veittar voru með góðfúslegu leyfi Guðna Guðbergssonar hjá Hafrannsóknarstofnun.

 

Hægt er að sækja fjölbreyttar upplýsingar um starfsemi LV hér á vefnum og þar með talið fréttabréf LV. Hér er jafnframt að finna fundargerðir, ályktanir, umsagnir og fleira sem opnast undir liðnum Landssamband Vf á vefstiku.

 

 

15. maí 2018

Arnarlax tapað 500 milljónum króna á árinu

Kaldur sjór og ófyrirséðar aðstæður eru sagðar meðal ástæðna þess að rekstur Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtækis Íslands, hefur verið undir væntingum á þessu ári.

Í ársfjórðungsskýrslu fyrirtækins, sem birt var í dag, segir að Arnarlax hafi „mátt þola óvenjulega háa dánartíðni“ í kvíum sínum, sem rekja má til „gríðarlega lágs hitastigs“ sjávar í kringum Íslands. Þá hafi einnig umtalsvert magn fiska drepist þegar reynt var að flytja þá úr fiskeldiskví sem skemmst hafði í óveðri fyrr á þessu ári.

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson