Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

9. maí 2019

Ætlar Alþingi hunsa skýrslu Sameinuðu þjóðanna?

IPBES  nefnd Sameinu þjóðanna kemst að þeirri hrollvekjandi niðurstöðu um stöðu lífríkisins heimsins að allt að ein milljón plöntu og dýrategunda sé í útrýmingarhættu. Orsakirnar eru margar en meðal þess eru breytt notkun hafs og lands og áhrif af ágengum plöntum og dýrum. Skiljanlega veldur þetta áhyggjum allra þeirra sem á horfa.

 

En eðlilegt er að íslensk stjórnvöld líti sér nær. Stjórnvöld hafa heimilað uppbyggingu eldis á frjóum norskum laxi í opnum sjókvíum. Dæmin hafa sýnt að lax sleppur úr slíku eldi og gengur upp í ár og blandast villtum stofnum. Með því eyðir hann erfðaeinkennum stofnanna eins og ágengar lífverur gera sem fjallað er um í  skýrslu Sameinuðu þjóðanna.  Augljóst dæmi um þetta er erfðamengun eldislaxa við litla laxastofna á suðurfjörðum Vestfjarða. Eldislaxinn gengur í árnar og nú hafa fyrstu eldisseiðin mælst í ánum. Öll gögn benda til þess að þessir stofnar muni á fáum árum hverfa sem slíkir. Og eftir því sem eldið eykst og fleiri miljónir frjórra laxa eru alinn í opnum kvíum eykst áhættan fyrir þá laxastofna sem fjær liggja.

 

9. maí 2019

Hefur VG gefist upp?

Um þessar mundir eru liðnir rúmlega tíu mánuðir frá því að laxeldisfyritækið Arnarlax hóf að brjóta skilyrði starfsleyfis fyrir eldisstarfsemi sína við Hringsdal í Arnarfirði. Brotið snýr að lágmarkshvíldartíma kvíasvæðisins sem skal samkvæmt starfsleyfi vera að lágmarki sex til áttta mánuðir. Arnarlax kaus hins vegar að brjóta þetta ákvæði með því að setja út seiði aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á svæðinu. Í því sambandi er rétt að minna á að sex til átta mánaða lágmarkshvíldartíminn er tilgreindur í umhverfismatsskýrslu sem unnin var af ráðgjöfum Arnarlax, með öðrum að tillögu eldisfyrirtækisins sjálfs.


15. apríl 2019

Segir að nefndin hafi fallið á prófinu

Formaður Landssambands veiðifélaga segir að umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um fiskeldisfrumvarp séu mikil vonbrigði. Nefndin sinni ekki því hlutverki sínu að gæta að umhverfinu og vera mótvægi við atvinnuveganefnd.
 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis skilaði nýverið umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi. Áður var haldinn fundur þar sem sérfræðingum og hagsmunaaðilum var boðið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.