Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

27. júní 2017

Vilja tvo firði eldislausa og gjald á kvíar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill að sérstök gjöld verði lögð á mannvirki í sjó svo sem eldiskvíar. Þetta kemur fram í stefnu sveitarfélagsins í fiskeldismálum en þar leggst sveitarfélagið gegn öllu eldi í Viðfirði og Hellisfirði. Þó mikil uppbygging sé fram undan í fiskeldi er ekkert skipulag í gildi úti á fjörðum og ekki einu sinni komið á hreint hvernig eigi að gera slíkt skipulag. 

22. júní 2017

Nýjar veiðitölur

Nú eru laxveiðiárnar að opna fyrir veiði hver af annari og fjölgar nú hratt í þeim hópi 25 vatnakerfa sem Landssamband veiðifélaga hefur fylgst með í rúman áratug. Við fáum jafnframt sendar tölur frá fleiri svæðum sem við birtum hér á listanum. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu. Tölur hafa borist úr flestum þeim ám sem veiði hefur hafist og gefa tölur ástæðu til bjartsýni fyrir komandi veiðitímabil enda fer veiði vel af stað og lofar góðu. Þess má geta að þær veiðitölurtölur sem ekki hafa borist munu vonandi skila sér fljótlega og uppfærist listinn í kjölfarið.

22. júní 2017

Halda áfram með leyfisferli í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækið Háafell hyggst halda sínu striki þrátt fyrir ógildingu starfsleyfis fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Verkefnastjóri Háafells býst við því að fá nýtt leyfi á næstunni. Lögmaður kærenda segir að nú sé stoppi sjókvíaeldis-æðið. 

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

14. júní 2017