Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

18. júlí 2019

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 17. júlí síðastliðinn. 

 

Þó viðvarandi þurrkatíð og sólbjartir dagar hafi ráðið ríkjum vikum saman og hamlað veiði þá náði smá úrkoma í síðustu viku að skila sér í árnar og lífgaði upp á veiði í kjölfarið um tíma. Töluverða úrkomu vantar sumstaðar til að færa vatnsbúskap í gott horf en einhver rigning er í kortunum næstu daga. Vonandi skilar sú væta sér ekki aðeins ofan í þurran jarðveg heldur einnig í betri vatnsbúskap sem víða er enn bágborinn.

 

Eystri-Rangá er komin í fyrsta sæti með 686 laxa eftir mjög góða veiðiviku sem skilaði 281 löxum. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 555 laxar og er veiðin nú 131 laxi meiri. Veiði gengur vel og aðstæður ágætar.

 

Í öðru sæti er Urriðafoss í Þjórsá sem hefur verið efst á listanum vikum saman en þurfti að víkja fyrir Eystri-Rangá eftir veiði síðustu viku. Veiðin er komin í alls 560 laxa og gaf vikuveiðin 58 laxa.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem er komin með alls 307 laxa og skilaði síðasta veiðivika 105 löxum.

 

Í fjórða sæti er Ytri-Rangá þar sem veiðin er komin í 291 lax og skilaði veiðivikan 127 löxum.

 

11. júlí 2019

Nýjar veiðitölur

Orðið sólríkur er skilgreint í orðabók sem baðaður í sólskini og orðið sólskinsskap mjög gott skap. En úrkomuleysi þetta sumarið með tilheyrandi þurrð og sólskinsbjartir dagar er hugsanlega að gleðja marga landsmenn, til dæmis þá er leggja stund á golf en ekki beinlínis það sem laxveiðimenn gleðjast yfir.

 

Sem fyrr er það vatnsbúskapurinn sem víða hefur veruleg áhrif á veiði og margar ár eru langt undir þeim veiðitölum ef miðað er við veiðitölur á svipuðum tíma undanfarin veiðitímabil. Veiðitölur síðustu viku vitna aðalega um bágan vatnsbúskap og erfiðar aðstæður til veiða.

 

Áfram er Urriðafoss í Þjórsá efst á listanum með 502 laxa og vikuveiði var 75 laxar. Þar sem þetta er fremur nýtt veiðisvæði þar sem veitt er á stöng, þá er ekki hægt að bera saman mörg ár aftur í tímann. Á svipuðum tíma í fyrra (11.07.2019) höfðu veiðst 718 laxar og er veiðin nú 216 löxum minni.

 

4. júlí 2019

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 3. júlí síðastliðinn. 

 

Nú hefur veiði hafist í öllum vatnakerfum þetta veiðitímabilið. Veiðitölur hafa borist frá rúmlega 40 ám og væntanlega bætast nokkrar í viðbót þegar fram líður. Hafa ber í huga að í sumum ám er fjöldi stanga breytilegur. Þó búið sé að opna fyrir veiði þá getur það verið með færri stöngum í upphafi sem síðan fjölgar þegar opnað er fyrir allt veiðisvæðið.

 

Veiði síðustu veiðiviku ber með sér að vatnsbúskapur hefur sumstaðar færst í betra horf og betri veiði fylgt í kjölfarið. Það er töluvert léttara yfir mönnum miðað við vikuna á undan og er það skiljanlegt enda fordæmalaust ástand hvað vatnsbúskap varðar. Aðeins er farið að bera á smálax og er hann vel á sig kominn en það gildir einnig um stórlaxinn víðast hvar. Aðstæður í hafi virðast hafar verið hagstæðar hvað fæðu varðar og þetta lofar góðu. 

 

 

27. júní 2019

20. júní 2019