Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

21. september 2018

Eldislaxinn var að því kominn að hrygna í Eyjafjarðaránni

Eldislaxinn sem veiddist í Eyjafjarðará þann 4. september síðastliðinn var kominn áleiðis í hrygningu og líklegt að hrygnan hefði náð að að hrygna í ánni þetta haustið. Þetta segir sérfræðingur og sviðsstjóri í málefnum ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. Einar K Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir óþarfa að hafa áhyggjur af eldisfiski.

„Þessi hrygna í Eyjafjarðará veiddist um mánaðamótin ágúst- september og var komin áleiðis í þroskun hrogna. Við metum það eftir þroska hrognasekkja. Hefði þessi hrygna ekki veiðst þá er mögulegt að hún hefði getað hrygnt í ánni seint í haust,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun. 
 

20. september 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 19. september. Það er liðið fram á haust og berast lokatölur úr þeim ám sem veiði hófst fyrst í sumarbyrjun.

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum ám og í sumum tilvikum skýrist það af því að veiðihús hafa lokað og fyrir vikið er minni viðvera og tækifæri að sækja upplýsingar úr veiðibók/veiðibókum. En tölur skila sér að lokum og verða þær settar inn um leið og þær berast. 

 

Röð efstu ánna helst óbreytt milli vikna og sem fyrr eru Rangárnar í efstu tveimur sætunum. Í efsta sæti er Eystri-Rangá með 3733 laxa og þar hefur veiðin gengið ágætlega en síðasta veiðivika skilaði 116 löxum. Veiðin á svipuðum tíma í fyrra var 2030 laxar og er veiðin nú er því orðin 1703 löxum meiri en í fyrra. Veiðin í Ytri-Rangá er komin í alls 3593 laxa og gekk ágætlega í síðustu veiðiviku sem skilaði 148 löxum.

 

Miðfjarðará er í þriðja sæti á listanum og efst á lista náttúrulegu ánna, komin í alls 2602 laxa og skilaði síðasta veiðivika 93 löxum.

 

Þverá og Kjarará er í fjórða sæti, komin í 2455 laxa en veiði er lokið að undanskilinni Litlu Þverá og lokatölur berast um næstu mánaðarmót

12. september 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 12. september. Veiðin síðustu veiðiviku ber þess merki að liðið er fram á haust og nú byrja að berast lokatölur úr þeim ám sem veiði hófst fyrst í sumarbyrjun.

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum ám og í sumum tilvikum skýrist það af því að veiðihús hafa lokað og fyrir vikið er minni viðvera og tækifæri að sækja upplýsingar úr veiðibók/veiðibókum. En tölur skila sér að lokum og verða þær settar inn um leið og þær berast. 

 

Sem fyrr eru Rangárnar í efstu tveimur sætunum. Í efsta sæti er Eystri-Rangá með 3617 laxa og þar hefur veiðin gengið ágætlega en síðasta veiðivika skilaði 131 löxum. Veiðin á svipuðum tíma í fyrra var 1983 laxar og er veiðin nú er því orðin 1634 löxum meiri en í fyrra. Veiðin í Ytri-Rangá er komin í alls 3445 laxa og gekk vel í síðustu veiðiviku sem skilaði 268 löxum.

Miðfjarðará er nú komin í þriðja sætið á listanum og orðin efst á lista náttúrulegu ánna, komin í alls 2509 laxa og skilaði síðasta veiðivika 149 löxum.

 

Þverá og Kjarará er í fjórða sæti, komin í 2455 laxa, og skilaði síðasta vika 11 löxum. Veiði er lokið að undanskilinni Litlu Þverá.