Veiðitölur
Fréttasafn
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

20. febrúar 2020

Telja að um 570 tonn af eldislaxi hafi drepist

Talið er að um 570 tonn af eldislaxi hafi drepist í kvíum nærri Bíldudal vegna óveðurs í janúar. Verðmætabjörgun hefur staðið yfir en eftirlitsmaður Matvælastofnunar segir enga hættu hafa verið á umhverfisslysi.

Arnarlax er með höfuðstöðvar á Bíldudal. Í janúar varð mikill laxadauði í sjókvíum innan við Hringsdal sem er einn af fjórum stöðum þar sem Arnarlax er með eldi. Það er rakið til fordæmalausrar veðráttu. Óveður olli straumköstum sem olli því að fiskur nuddaðist upp við kvíanótina. Þannig myndast sár sem geta valdið dauða.

19. febrúar 2020

Framleiðslusvæðin litagreind

Í fyrsta sinn verður dregið úr fiskeldi á svæðum í Noregi samkvæmt umferðarljósakerfi fiskeldisins. Þau svæði sem eru á rauðu ljósi eru tvö og þar þarf að draga úr framleiðslunni um alls 9.000 tonn vegna laxalúsar. Tvö framleiðslusvæði eru á gulu ljósi og þar verður framleiðslan óbreytt en grænu svæðin eru níu. Þar geta fiskeldisfyrirtæki keypt framleiðsluleyfi. Alls má gera ráð fyrir að vöxtur í greininni á grænu svæðunum geti orðið um 33.000 tonn á ári samkvæmt umferðarljósakerfinu.

 

Eldislax © Sumarliði Óskarsson

18. febrúar 2020

Segir svo mikinn laxadauða ekki geta talist innan marka

Formaður Landssambands veiðifélaga segir nýlegan dauða 500 tonna af eldislaxi hjá Arnarlaxi mikið áhyggjuefni. Það geti ekki talist innan marka að svo mikið af laxi drepist á svo skömmum tíma.
 

Laxadauðinn varð við Hringsdal eftir að hitastig sjávar lækkaði í Arnarfirði á Vestfjörðum vegna tíðarfars.

 

Sífellt er hætta á að lax sleppi úr kvíum með miklum áhrifum á íslenska laxastofninn, að sögn Jóns Helga Björnssonar, formanns Landssambands veiðifélaga. Þetta atvik staðfesti þær áhyggjur sem sambandið hefur talað um. 

10. febrúar 2020

31. janúar 2020