Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

19. nóvember 2019

Vísar úrskurðinum aftur til Landsréttar vegna annmarka

Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar um að vísa frá máli Náttúruverndar 2, félags veiðiréttarhafa í Haffjarðará á Snæfellsnesi, gegn Löxum fiskeldi ehf. og Matvælastofnun vegna sjókvíaeldis í Reyðarfirði. Málinu er vísað aftur til Landsréttar vegna tæknilegra annmarka á úrskurðinum.
 

Landsréttur vísað málinu frá Héraðsdómi, þar sem Laxar fiskeldi ehf. og Matvælastofnun voru sýknuð. Veiðiréttarhafarnir vilja að rekstrarleyfi sjókvíaeldisins í Reyðarfirði verði afturkölluð og halda því fram að laxeldið skapi hættu fyrir villta laxastofna og lögvarða hagsmuni sína.

 

18. nóvember 2019

Grófu fyrir laxahrognum í tíu stiga gaddi

Fyrsti áfangi í einum umfangsmesta gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur gróf tugþúsundir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar.

Hluti verndarstarfs tengdu Norður-Atlantshafslaxinum fór fram í 10 stiga gaddi í Selá í haust þegar grafin voru hrogn á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur stóð að greftrinum undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar frá seinni hluta október og fram í nóvember.


 

Laxahrogn grafin í möl.  Mynd  ©Strengur

 

18. nóvember 2019

Útboð Efri-Haukadalsá – framlengt

Veiðifélagið Haukar, sem er veiðifélag Efri-Haukadalsár (ofan vatns) í Haukadal, í Dalabyggð framlengir hér með tilboðsfrest í veiðirétt í ánni fyrir næstu ár, fyrst 2020.  Heimilt er að veiða á 2 stangir í senn.  Veiðihús er við ána sem fylgir leigumála.  Sérstaklega verður horft til fiskiræktar og umgengni um ána. 
 
 

 

12. nóvember 2019