Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

15. apríl 2019

Segir að nefndin hafi fallið á prófinu

Formaður Landssambands veiðifélaga segir að umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um fiskeldisfrumvarp séu mikil vonbrigði. Nefndin sinni ekki því hlutverki sínu að gæta að umhverfinu og vera mótvægi við atvinnuveganefnd.
 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis skilaði nýverið umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi. Áður var haldinn fundur þar sem sérfræðingum og hagsmunaaðilum var boðið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

15. apríl 2019

Kalla hugmyndir þingnefndar algjöra steypu

Iceland Wildlife Fund gefur lítið fyrir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um lagabreytingar á lögum um fiskeldi. Þau segja að mótvægisaðgerðir gegn laxeldi í opnum kvíum sem nefndin ræði séu „í besta falli flótti frá því að horfast í augu við raunveruleikann“ og „algjör steypa“
 

Í umsögn sinni leggur nefndin áherslu á mótvægisaðgerðir og nefnir sem dæmi að í Noregi hafi kafarar leitað strokulaxa og fjarlægt þá úr ám. Í færslu á vef Iceland Wildlife Fund segir að hátt í hundrað laxveiðiár séu hér á landi til viðbótar við tugi áa með lax og silung sem ekki séu skráðar formlega sem veiðiár. „Hvernig ætla kafarar að finna eldislax í ám á borð við Ölfusá og Hvítá þar sem þeir geta ekki einu sinni fundið bíla sem hafa farið þar niður?“

 

6. apríl 2019

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund LV sem verður haldinn að Hótel Laugarbakka, Miðfirði, dagana 7. - 8. júní nk. Fundurinn verður með hefðbundnu aðalfundarsniði og verður augýstur nánar í fréttabréfi í lok maí. Sjá nánari upplýsingar hér í fréttabréfi.

 

Í fréttabréfinu er jafnframt að finna fundargerð stjórnarfundar, fréttatilkynningar, umsagnir og athugasemdir er varðar fiskeldi og stjórnsýslu og fl.

 

Hægt er að sækja fjölbreyttar upplýsingar um starfsemi LV hér á vefnum og þar með talið fréttabréf LV. Hér er jafnframt að finna fundargerðir, ályktanir, umsagnir og fleira sem opnast undir liðnum Landssamband Vf á vefstiku.