Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

19. nóvember 2017

Eldisheimildir gefa vel í aðra hönd

Landssamband veiðifélaga hefur gert fjölmargar athugasemdir við fyrirætlanir Fiskeldis Austurlands um allt að 21.000 tonna eldisframleiðslu í Berufirði og Fáskrúðsfirði.  Segist fyrirtækið ætla að nota ófrjóan lax að hluta í eldið.


Landssambandið telur að fyrirhugað eldi ógni laxastofnum á öllu Austurlandi enda sýndi sig þegar eldisfiskur slapp í Norðfirði 2003 þá veiddist hann m.a. í ám í Vopnafirði. Umfjöllun um þá hættu sem stafar af laxalús er fátæklegt. Því er slegið fram að fyrir hendi séu náttúrulegar varnir gegn laxalús sem komi í veg fyrir vandamál vegna hennar. Ljóst er af fenginni reynslu af laxeldi í Arnarfirði að  lúsarvandamál koma upp þegar eldið er orðið af því umfangi sem þarna er fyrirhugað með alvarlegum afleiðingum fyrir villta stofna laxfiska.

 

16. nóvember 2017

Telja lax ekki hafa sloppið um gat á eldiskví

Rifa fannst á laxeldiskví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði í gær. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins telur engan lax hafa sloppið út þar sem gatið var á botni kvíarinnar. Hann segir slys alltaf geta orðið en að fyrirtækið taki þessu alvarlega. 

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

15. nóvember 2017

Eins og klóakrennsli frá 1,1 milljón manns

Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi fiskeldisstöðva má reikna með að frá hverju tonni í laxeldi komi skólp sem er á við „klóakrennsli frá 8 manns“. Til að setja þessa tölu í samhengi þá væri „klóakrennsli“ frá 30.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi á við 240.000 manna byggð. Hver vill fá slíkan ófögnuð við bæjardyrnar hjá sér?