Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

9. ágúst 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 8. ágúst. Veiðin gekk ágætlega síðastliðna veiðiviku og eru tvær ár komnar yfir tvöþúsund laxa en það eru Þverá og Kjarará með 2111 laxa og Eystri-Rangá með 2002 laxa en þar hefur veiðin gengið afar vel og síðasta veiðivika skilaði 635 löxum.

 

Efst á listanum er Þverá + Kjarará en þar hafa veiðst 2111 laxar og skilaði síðasta veiðivika 136 löxum. Veiðin hefur gengið mjög vel en á svipuðum tíma (09.08.17) í fyrra höfðu veiðst 1466 laxar og er því veiðin nú orðin 645 löxum meiri.

2. ágúst 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 1. ágúst. Veiðin gekk ágætlega síðastliðna veiðiviku og bættust þrjár ár til viðbótar þeim fimm er hafa farið yfir þúsund laxa markið þetta veiðitímabilið en það eru Langá, Haffjarðará og Urriðafoss í Þjórsá. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu fjórar ár farið yfir 1000 laxa markið.

 

Efst á listanum er Þverá + Kjarará en þar hafa veiðst 1975 laxar og skilaði síðasta veiðivika 158 löxum. Veiðin hefur gengið mjög vel en á svipuðum tíma (02.08.17) í fyrra höfðu veiðst 1393 laxar og er því veiðin nú orðin 582 löxum meiri. Það styttist í 2000 laxa markið og líklega er veiðin komin yfir það mark nú þegar.

26. júlí 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 25. júlí síðastliðinn. Veiðin gekk víðast hvar vel og sumstaðar mjög vel síðust veiðiviku og bættust þrjár ár til viðbótar þeim er hafa farið yfir þúsund laxa markið þetta veiðitímabilið en það eru Ytri-Rangá, Eystri-Rangá og Miðfjarðará.

 

Enn trónir Þverá og Kjarará efst á listanum en þar hafa veiðst 1817 laxar. Þar hefur veiðin gengið mjög vel og veiddust alls 292 í liðinni veiðiviku. Á svipuðum tíma (26.07.17) í fyrra höfðu veiðst 1312 laxar og er því veiðin nú orðin 505 löxum meiri. Samkvæmt heimildarmönnum þá er vatnsbúskapur góður og mikið af laxi á öllu svæðinu og af nógu að taka. Ekki er ólíklegt að við næstu samantekt verði veiðitalan komin yfir 2000 laxa og einungis spurning hvenær veiðin nær lokatölu veiðinnar í fyrra en þá var heildarveiðin 2060 laxar.

 

19. júlí 2018