Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

31. mars 2020

Veiðitímabilið að hefjast

Veiðitímabilið er rétt handan við hornið en það hefst 1. apríl næstkomandi. Eflaust munu margir nýta tækifærið og fara til silungsveiða eftir að haf beðið frá því að veiðitímabili lauk síðastliðið haust. Sumir hafa stytt biðina með veiðum gegnum ís en nú hyllir undir að hægt sé að taka fram stöngina á ný.

 

Eins og ávallt þá er það veðrið sem hefur töluverð áhrif á veiði og þótt hlýnað hafi lítilega undanfarið þá virðist sem vetur konungur mæti í fullum skrúða í upphafi veiðitíma með kólandi veðri og snjókomu víða um land. Það er því um að gera að fylgjast vel með veðurspá enda er allra veðra von á þessum tíma árs eins og rysjótt tíð undanfarið hefur sýnt fram á.

 

20. mars 2020

„Svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi“

„Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Landssamband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga,“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi veiðifélaga, í tilefni af því að Hafrannsóknastofnun lagði í gær til að laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn. Þar af stendur til að leyfa 12.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi, en hingað til hefur eldi ekki verið leyfilegt þar.
 

Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar frá því í gær myndi laxeldi á landsvísu aukast um 20% og fara yfir 100 þúsund tonn.

 

 

20. mars 2020

Fréttatilkynning LV vegna ráðgjafar Hafró

Í gær kynnti Hafrannsóknastofnun tillögu sína að ráðgjöf um endurskoðun áhættumats erfðablöndunar vegna laxeldis í sjókvíum. Þessi tillaga er mikil vonbrigði. Landssamband veiðifélaga mun leggjast harðlega gegn því að leyft verði eldi frjórra norskra laxa í opnum sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Ljóst er að með því að flýta gerð nýs áhættumats með lögum er ekki byggt á reynslunni af fullnýttu áhættumati sem stofnunin gaf út í kjölfar samkomulags sem náðist í samráðsnefnd um stefnumótun í fiskeldi. Jafnframt er gerð alvarleg athugasemd við að í Ísafjarðardjúpi sé nú skylt samkvæmt lögum að taka tillit til svokallaðara mótvægisaðgerða sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem ættu í raun að vera almennt skilyrði fyrir eldisleyfi frekar en tól til að auka magn frjórra laxa. Hins vegar er ekki skylt að taka tillit til áhrifa laxalúsar eða sjúkdóma á nálæga stofna.

 

10. mars 2020