Veiðitölur
Fréttasafn
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

13. janúar 2019

Fréttatilkynning frá Landssambandi veiðifélaga

Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi.

 

Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi til breytinga  á fiskeldislögum.  Drögin  eru gjörbreytt frá því frumvarpi sem lagt var fyrir vorþingið 2018 og brot á því samkomulagi sem náðist í starfshópi ráðherra um stefnumörkun í fiskeldi.   Með nýju ákvæði um svokallaðan samráðsvettvang eru leikmenn að meirihluta settir þar til höfuðs vísindamönnum  Hafrannsóknarstofnunar og skal vettvangurinn leggja mat á vísindastörf þeirra með álitsgerð á áhættumati erfðablöndunar.  Þá er ráðherra gefið vald til að hafa vísindalegar niðurstöður að engu sýnist honum svo. Þessi ákvæði brjóti gegn skýrum ákvæðum náttúruverndarlaga um meðferð stjórnvalda á vísindalegum niðurstöðum.  Landssamband veiðifélaga mótmælir þessum hugmyndum ráðherra harðlega í innsendri umsögn um frumvarpsdrögin og segir þau árás á vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar.
 

13. janúar 2019

Nám í veiðileiðsögn

Nú í vor mun Ferðamálaskóli Íslands bjóða upp á nám fyrir áhugasama aðila sem vilja gerast leiðsögumenn innlendra og erlendra veiðimanna í ám og vötnum landsins. Veiðileiðsögunámið er hagnýtt og nýtist í senn starfandi leiðsögumönnum og áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að sinna slíkri leiðsögn. Námið gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenna undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðla fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra. 

7. janúar 2019

IWF segir frumvarp sjávarútvegsráðherra stríðsyfirlýsingu

Drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi er stríðsyfirlýsing á hendur þeim sem vernda vilja lífríkið og starfa á vísindalegum grundvelli. Þetta segir í yfirlýsingu frá Icelandic Wildlife Fund, IWF.


Frumvarpið sem um ræðir snýr að breytingum á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008. Samráð stendur nú yfir vegna frumvarpsins og má senda inn umsagnir til ráðuneytisins á vef samráðsgáttarinnar til 13. þessa mánaðar. 

 

24. desember 2018