Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

13. október 2018

Laxastofninn er ekki aðeins fyrir veiðimenn

Ekki voru ákvæði um undanþágu frá starfsleyfi í lögum um fiskeldi, líkt og í lögum um ýmsar aðrar atvinnugreinar. Fyrirtækin eiga að njóta reglunnar um meðalhóf, að sögn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um tímabundna undanþágu frá starfsleyfi var samþykkt af Alþingi í vikunni. Forsætisráðherra segir mikilvægt að hlusta á ráðleggingar vísindamanna enda sé laxinn ekki aðeins fyrir veiðimenn. Málið snúist um líffræðilega fjölbreytni og hættu á blöndun. 

13. október 2018

Um­hverfis­á­hrif og byggða­sjónar­mið í hat­rammri um­ræðu um fisk­eldi

Undanfarnar vikur hefur fiskeldi hér á landi verið mikið í umræðunni, ekki síst vegna ákvörðunar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) um að fella úr gildi starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna Fjarðalax og Arctic Sea Farm fyrir stækkun laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 

Umhverfisverndarsamtök og veiðiréttarhafar í laxveiðiám á Vestfjörðum kærðu leyfisveitingarnar á sínum tíma en í umræðunni um eldið, sem oft á tíðum er ansi hatrömm, takast gjarnan á byggðasjónarmið annars vegar og umhverfissjónarmið hins vegar.  

13. október 2018

Þetta snýst um Ísland

Það var árið 1876 sem fyrsti laxveiðitúristinn kom til Íslands til að veiða sér til yndisauka á stöng með flugu sem agn. Síðan hafa óteljandi áhugasamir veiðimenn af öllum stærðum og gerðum fylgt í kjölfar hans.

 

Í umræðu um laxeldi hafa laxeldissinnar hamast á stangveiðimönnum og reynt að slá ryki í augu fólks með því að kalla þá auðmenn og eitthvað álíka. Þeir vilja fá fólk til að trúa því að þetta séu vondir kapítalistar í 101 Reykjavík sem séu á móti landsbyggðinni og allir séu þeir milljónerar. Mér er sönn ánægja að því að upplýsa hvernig ég fjármagna að mestu veiði mína. Ég var stórreykingamaður en ákvað að hætta að reykja og setti peningana í veiðileyfi í staðinn. Hvað reykti ég mikið? spyrð þú. Um það bil tvo pakka á dag svo ég ákvað setja í bauk andvirði tveggja pakka á dag. Pakkinn er á tólf hundruð krónur sem gerir á ári í kringum 870.00 kall – og þetta eru bestu skipti sem hægt er að hugsa sér. 

10. október 2018

4. október 2018