Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

20. ágúst 2017

Útilokar ekki að stöðva frekari vöxt laxeldis

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það koma vel til greina að skoða hvort stöðva þurfi frekari vöxt eldis á frjóum laxi á forsendum þess að vernda náttúrulega stofna og lífríki. Þetta velti þó á því hvort sú stefnumörkun sem nú sé unnið að vegna fiskeldis hafi tilætluð áhrif með tilliti til náttúruverndar.

 

20. ágúst 2017

Verður eldi á frjóum laxi stöðvað?

Ef stefnumörkun sem unnið er eftir í fiskeldi hefur ekki tilætluð áhrif þá kemur til greina að stöðva vöxt eldis á frjóum laxi.

 

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, lagði í vor fram fyrirspurn um laxeldi. Spurði hann umhverfis- og auðlindaráðherra meðal annars að því hvort ráðherra myndi stöðva frekari vöxt eldis á frjóum laxi í sjó, eða jafnvel eldi framandi laxastofna að öllu leyti, á forsendum náttúruverndar og með tilliti til þeirrar hættu sem af eldinu stafar fyrir lífríki í sjó og vötnum?

 

18. ágúst 2017

Kolsvört skýrsla um villta laxinn í Noregi

Erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa er helsta áhyggjuefnið.

 

Mikil ógn steðjar að norskum villtum laxastofnum og allar helstu ástæður hennar verða raktar til laxeldis í sjókvíum. Erfðablöndun er þegar orðin útbreidd og mikil. 

 

Þetta er niðurstaða sérstakrar vísindanefndar í árlegri skýrslu um ástand villts lax í Noregi, sem er nýbirt. Að vinnunni koma 13 vísindamenn frá sjö stofnunum og háskólum í Noregi, sem unnu úttektina á vegum norskra umhverfisyfirvalda. Verkefni þeirra er að meta ástand laxastofnanna og þær ógnir sem að þeim stafa, birta ráðgjöf um veiði á vísindalegum grunni og annað sem kemur að notum við umgengni við þá. Nefndin er sjálfstæð og þeir sem hana skipa starfa ekki innan hennar í nafni þeirra stofnana eða háskóla sem þeir koma frá.

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson
 

17. ágúst 2017

17. ágúst 2017

10. ágúst 2017

2. ágúst 2017