Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

30. nóvember 2019

Könnun - Flundra á Íslandi

Theresa Henke er doktorsnemi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Hún er að vinna að verkefni er lýtur að því að rannsaka flundru á Íslandi, en flundra er flatfiskur sem hefur aðeins fundist á landinu síðan árið 1999.

 

Á meðal markmiða rannsóknarinnar er að skilja vistfræði flundrunnar, t.d., hvernig barst flundra til landsins og hver er dreifing hennar um landið er í dag og fl.

 

 

26. nóvember 2019

Ályktun stjórnar Lv um IPN veirusýkingu í eldislaxi

Stjórn Landssambands veiðifélaga harmar að IPN veirusýking hafi komið upp í norskum eldislaxi í eldiskvíum Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. Slík veirusýking hefur aldrei greinst í laxi á Íslandi enda er villti laxastofninn við Ísland með þeim heilbrigðustu í heimi. IPN veira veldur alvarlegum sýkingum í laxfiskum.
 
Ljóst er að alltaf sleppur einhver fiskur úr opnum sjókvíum auk þess sem villtir laxfiskar eru alltaf í nágrenni eldisins í einhverjum mæli. Mikil hætta er þá á því að veiran berist í villta laxa- og silungastofna. Það voru stjórn Landssambands veiðifélaga mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Matvælastofnunar sem gerir lítið úr þessari sýkingu í tilkynningu sinni.

 

26. nóvember 2019

Að spila lottó með náttúruna

Nýlega gaf norska vísindaráðið um laxinn (Vitenskapelig råd for lakseforvaltning) út skýrslu um ástand villtra laxastofna við Noreg. Þar kemur fram að endurheimtur lax úr sjó hafa minnkað á undanförnum árum og það hafi veikt laxastofna. Mest hætta steðjar þó að laxastofnunum vegna eldis á laxi sem veldur m.a. erfðamengun, lúsa­sýkingum og sjúkdómum. Er þetta í verulegri mótsögn við þá fullyrðingu talsmanna norsku eldisfyrirtækjanna að um umhverfisvæna starfsemi sé að ræða.

 

 

23. nóvember 2019