STRAUMARNIR (Í HVÍTÁ)

Straumarnir eru stangaveiðistaður í Hvítá, niður frá ármótunum þar sem Norðurá rennur í Hvítá, tæplega 1km. af bakkalengd. Staðurinn er einstaklega friðsæll, enda liggur einkavegur að honum. Leyfð er veiði á tvær stengur og seljast þær saman. Eingöngu er veitt á flugu til 1.ágúst, en eftir það er spónn líka leyfður. Eftir mitt sumarið er mikið af sjóbirtingi á svæðinu, sem bætir upp minnkandi laxgengd.

Ágætt veiðihús er á staðnum og er það komið vel til ára sinna. Það var byggt af enskum veiðimönnum um 1930 og hefur verið vel viðhaldið og er af því mikil sögulegur sómi. Einnig er við húsin nýlegt svefnhús.  Samtals eru því fjögur tveggja manna svefnherbergi við Strauma.

Vefsíða:http://www.starir.is

Netfang: sales@starir.is

Sími: 852-0401.

VIKA FYRIR VIKU 2023

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2022